Kofareykt hangikjöt á beini
- 2 klst
- 6
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið hangikjöt sett í kalt vatn í potti, látið suðunua koma upp og sjóðið við vægan hita í 40 min per kg, ath að kæla kjötið í vatninu!
Bræðið smjör í potti, bætið hveiti við og eldið í 2 mín og hrærið vel í á meðan. Mjólk hellt varlega saman við, lítið í einu og hrærið stöðugt. Sjóðið rólega í 15 mínútur og passið að hræra reglulega í pottinum svo brenni ekki við.
Skerið blaðlauk í fínar sneiðar og leggið í skál með vatni. Takið úr vatninu, bætið í pottinn og sjóðið í 10 mín. Smakkið til með salti og pipar.
Flysjið og skerið gulrætur í munn bita stærð. Setjið allt hráefnið í pott og lok yfir. Sjóðið í um 15 mín eða þar til gulræturnar eru mjúkar.
Sjóðið kartöflur þar til verða mjúkar, sigtið vatnið frá. Pillið laufin af timjan greinunum.Bræðið smjör í pönnu og bætið kartöflum við ásamt timjan laufum og rósmarín greinum.
Steikið á meðalhita í nokkrar mín eða þar til kartöflurnar brúnast. Saltið og berið fram.
Skerið shallottulauk í fínar sneiðar og mýkið í ögn af olíu á pönnu, bætið frosnum ertum við og eldið í 3-5 mín. Smakkið til með rifnum berki af einni sítrónu, salti og sítrónusafa.