Léttsteiktar lambamedalíur á volgu spínatsalati með basil-pestói og spergli

Fljótlegur og girnilegur réttur úr lambafile. Uppskrift frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í klúbbablaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambafillet, fitu- og sinalaust
 salt
 nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 3/4 poki spínat
 20 grænir sperglar, léttsoðnir
 Pestó:
 1 búnt basilíka
 3-4 hvítlauksgeirar
 2 msk. furuhnetur
 2 msk. parmesanostur
 1 dl ólífuolía
 salt
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið allt hráefnið í pestóí matvinnsluvél og maukið vel. Skerið lambafillet í 1 1/2 cm þykkar steikur. Kryddið með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 40-60 sek. á hvorri hlið. Setjið kjötið í stálskál eða pott ásamt spínati, sperglum og pestói og blandið vel saman. Setjið þá heita pönnuna yfir skálina og látið standa í 1 mín. Berið fram t.d. með bökuðum kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Stílisti: Gerður Harðardóttir Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift