Sinnepsmarineraðar lambakótilettur

Lambakjötið hentar við fjölbreytt tækifæri.  Hér er góð og fljótleg uppskrift að lambakótilettum frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í klúbbablaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 16 lambakótilettur, án fitu
 salt
 nýmalaður pipar
 3 msk. olía
 3 msk. dijon-sinnep
 1 rauðlaukur, smátt saxaður
 8 radísur, rifnar
 4 msk. súrsað engifer

Leiðbeiningar

1

Kryddið kótilettur með salti og pipar og steikið í olíu á meðal heitri pönnu í 2-3 mín. á hvorri hlið. Penslið kjötið með dijon-sinnepi og berið fram með rauðlauk, radísum og súrsuðu engifer.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Stílisti: Gerður Harðardóttir Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift