Kryddjurtasósa

Kryddjurtasósa
Pottur og diskur

Hráefni

 30 g furuhnetur
 1 knippi basilíka
 hnefafylli af spínati
 100 ml ólífuolía
 2 msk. balsamedik
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Setjið furuhnetur, basilíku og spínat í matvinnsluvél eða blandara og látið ganga þar til þetta er orðið að mauki. Hellið olíunni saman við smátt og smátt og látið vélina ganga á meðan. Þeytið að lokum balsamedikinu saman við og kryddið með pipar og salti eftir smekk.

Deila uppskrift