Stökkar ofnsteiktar kartöflur

Stökkar ofnsteiktar kartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 2 kg kartöflur, meðalstórar (t.d. Gullauga)
 salt
 5 msk. anda- eða gæsafeiti (eða olía)

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 220°C. Kartöflurnar afhýddar og soðnar í saltvatni í um 10 mínútur. Þá er vatninu hellt af þeim, lokið sett á pottinn og hann hristur rösklega einu sinni eða tvisvar til að ýfa yfirborðið á kartöflunum. Þó má ekki hrista svo rösklega að kartöflurnar fari í mola. Feiti eða olía hituð vel í stóru, eldföstu móti, kartöflurnar settar út í og þeim velt upp úr feitinni. Settar í ofninn og steiktar í 25-30 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru stökkar og gullinbrúnar að utan.

Deila uppskrift