Balsamkartöflur

Balsamkartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 1,5 kg kartöflur, meðalstórar
 6 msk. ólífuolía
 6 msk. balsamedik
 1/2 laukur, saxaður smátt
 1 msk. ferskt rósmarín, saxað, eða 1 tsk. þurrkað
 1 msk. ferskt tímían, saxað, eða 1 tsk. þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 200°C Kartöflurnar þvegnar vel og þerraðar. Skornar í 6-8 báta hver, eftir stærð. Ólífuolía, balsamedik, lauk, rósmarín, tímían, pipar og salt sett í stóra skál og hrært vel saman. Kartöflubátarnir settir út í og velt vel upp úr blöndunni. Kartöflunum dreift í stórt, eldfast fat, kryddleginum hellt yfir og þær bakaðar í um 45 mínútur, eða þar til þær eru vel meyrar og hafa tekið góðan lit.

Deila uppskrift