Grillaður vorlaukur
Grillþátturinn sem sýndur var á RÚV 2005, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og var þessa uppskrift að finna þar.
- 6
Hráefni
2 knippi af vorlauk
olía
Maldon sjávarsalt
Leiðbeiningar
1
Best er að nota “wok” með götum eða einhvers konar bakka eða grind en það má líka grilla laukinn beint á ristinni. Hreinsið hann, fjarlægið ystu blöðin og skerið toppana af. Penslið hann með svolítilli olíu, stráið salti yfir og grillið hann þar til hann er að byrja að brenna.