Steikt lambalæri með kryddblöndu
Habana maís og grilluðum kúrbít
- 1,5 klst
- 6-8
Hráefni
Lambalæri með kryddblöndu
1 stk lambalæri u.þ.b. 2 kg
1 tsk papriku duft
1 tsk kóriander fræ
1 tsk broddkúmen fræ
1 tsk svartur pipar
1 tsk fennel fræ
2 msk olía
2 msk salt
Habana maís
2 heilir ferskir maísstönglar (má nota frysta)
1 lime
50 gr Feykir
2 gr reykt paprika
60 gr Hellmans eða japanskt majónes
Grillaður kúrbítur
2 kúrbítar
olía
salt
Leiðbeiningar
Lambalæri
1
Hitið ofninn á 180°C, myljið og blandið öllu kryddinu saman, smyrjið lærið með olíu og nuddið kryddblöndunni því næst á. Eldið í 80 mín eða þar til kjarnhiti hefur náð 60°C. Látið hvíla í minnst 15 mín áður en borið fram.
Habana maís
2
Ofnbakið eða grillið maísinn þar til er orðinn mjúkur, tekur um 20 mín.
Makið majónesinu á maísinn, Rífið ostin ofan á og stráið paprikudufti yfir.
Skerið lime í tvennt, kreistið safann yfir og berið fram.
Grillaður kúrbítur
3
Skerið í tvennt fyrir miðju og kljúfið síðan eftir endilöngu, penslið með olíu og grillið eða steikið á vel heitri og smurðri pönnu á báðum hliðum. Saltið í lokin og berið fram.