Steiktur lambaframhryggur
- 2 klst
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Maukið tekur lengstan tíma og þess vegna byrjum við á því.
Setjið seljurót, mjólk og rjóma í víðan pott og sjóðið þar til að seljurótin er alveg meyr, passið að brenni ekki við og hrærið reglulega í. Hellið í eldfast mót og í setjið í ofn.
Setjið þurrt hey í annað form og inn í ofn og kveikið í. Lokið ofninum og reykið seljurótina í 1-2 klst. Sigtið vökvann frá, setjið í matvinnsluvél með smjöri og maukið, smakkið til með salti og eplaediki.
Svissið skarlottu lauk, hvítlauk í viðum potti á miðlungs hita ásamt stjörnu anis, einiberjum, fennel, piparkornum og fennelfræjum. Þegar laukurinn hefur mýkst bætið við rifnum lárviðarlaufum og rauðvíni og sjóðið alveg niður.
Bætið lambasoði í og sjóðið niður 3/4 eða þar til þykkt. Sigtið sósuna í annan pott og pískið smjöri saman við í lokin og smakkið til með salti og pipar.
Í sósuna fer svo sítrónu timían graslaukur, aðalbláber og ristaðar valhnetur rétt áður en sósan fer á lambið.
Kryddið lambið með salti og brúnið vel á vel heitri pönnu með olíu. Bætið smjöri, hvítlauk, lárviðarlaufum og timían og lambið eldað áfram þar til smjörið er orðið gullinbrúnt.
Ef grillið er valið, er smjörið brætt í potti ásamt kryddinu og hellt yfir kjötið þegar það er komið í eldfastan bakka.
Setjið kjötið í eldfastan bakka með smjörinu. Eldið lambið í ofni við 160°C þar til að kjarnhiti nær 55°C, látið hvíla í a.m.k. 15 mín. áður en lambið er skorið og borið fram.