Líbönsk kjötsúpa
Matarmikil norður-afrísk kjötsúpa, krydduð með kanel og negul. Nota má ýmislegt annað grænmeti út í súpuna.
- 4
Hráefni
1 kg súpukjöt, fituhreinsað að nokkru
1.2 l vatn
1 laukur
3-4 negulnaglar
1 kanelstöng
250 g gulrætur, skornar í bita
2 kúrbítar, skornir í bita
100 g strengjabaunir, skornar í bita
4-5 tómatar, saxaðir, eða 1 dós niðursoðnir
4 msk hrísgrjón, helst stuttkorna
nýmalaður pipar
3-4 msk steinselja, söxuð
Leiðbeiningar
1
Kjötið sett í pott ásamt vatninu, hitað rösklega að suðu og froða fleytt ofan af. Hitinn lækkaður. Laukurinn afhýddur, negulnöglunum stungið í hann og hann settur í pottinn ásamt kanelstönginni. Látið malla við fremur vægan hita undir loki í 35-40 mínútur. Þá er grænmetið sett út í ásamt hrísgrjónunum, kryddað með pipar og látið malla áfram í 15-20 mínútur, eða þar til grænmetið er hæfilega soðið og hrísgrjónin meyr. Laukurinn og kanelstöngin veidd upp úr, steinselju stráð yfir og súpan borin fram.