Týtuberjasósa
Þessi sósa er ættuð frá Noregi. Í staðinn fyrir týtuberjasultu mætti t.d. nota rifsberja- eða sólberjahlaup en þá er gott að hita það fyrst ásamt örlitlu vatni, þá er auðveldara að hræra því saman við.
- 4
Hráefni
1 dós (200 ml) sýrður rjómi (18%)
3 msk týtuberjasulta
nýmalaður pipar
salt
Leiðbeiningar
1
Sýrður rjómi og sulta sett í skál, hrært saman og smakkað til með pipar og salti.