Jóla innralæri

með ofnbökuðu grænmeti, fennel- gulróta hrásalati og rifsberjasósu

Hráefni

Ofnbakað grænmeti
 8 gulrætur
 2 nípur, skornar í fernt
 8 skarlottulaukar, skrældir
 1 box Flúðasveppir
 1L lambasoð
 ólífuolía
 6 greinar ferskt timían
 2 heilir hvítlaukar skornir í tvennt
 1 stk kanilstöng
Steikt innralæri
 2 innralæri
 olía
 1 tsk fennel fræ
 1/2 tsk dillfræ
 salt og pipar
Rifsberjasósa
 Soðið úr ofnskúffunni
 50 gr smjör
 50 gr hveiti
 100 ml rjómi
 50 gr rifsber
Fennel og gulrótahrásalat
 6 stk gulrætur
 2 fennel
 2 græn epli
 2 appelsínur
 1/2 búnt dill
 40 ml góð ólífuolía
 sítrónusafi

Leiðbeiningar

Ofnbakað grænmeti
1

Byrið á að skera grænmetið og raðið í ofnskúffu, kryddið með salti og pipar. Hellið soðinu yfir. Athugið að lambið fer með grænmetinu í ofninn.

Steikt innralæri
2

Hitið ofninn í 120°C. Saltið innralærin og brúnið á vel heitri pönnu í 2-3 mín á hvorri hlið. Nuddið kryddinu á kjötið og piprið. Setjið kjötið ofan á rótargrænmetið í bakkanum og inn í ofn í um 40 mín. Eða þar til kjarnhitinn nær 60°C.

Rifsberjasósa
3

Gerið smjörbollu úr smjöri og hveiti, smjörið er brætt í potti og hveitinu hrært saman við með sleif. Hrærið áfram yfir miðlungs hita í 2 mín og kælið svo. Sigtið soðið úr ofnskúffunni í pott og hitið að suðu, blandið kaldri smjörbollunni saman við með písk, sjóðið í 15 mín og hrærið reglulega. Bætið rjóma við og smakkið til með salti og pipar, rifsberin fara í rétt áður en sósan er borin fram.

Fennel og gulrótahrásalat
4

Skerið gulrætur, fennel og epli í þunna strimla og setjið í skál. Skrælið appelsínu og skerið í báta, pillið dilltoppana af stilkum. Blandið öllu saman og smakkið til með sítrónusafa og salti.

Deila uppskrift