Lambahryggur með jólakryddum, brúnuðu graskeri, rauðkáli og maltsósu

með jóla- rauðkáli, brúnuðu graskeri og maltsósu

Hráefni

Steiktur lambahryggur með jólakryddblöndu
 1 stk lambahryggur
 1/2 msk kanilduft
 1/2 msk engiferduft
 1/2 msk mulinn stjörnuanís
 1/2 msk fennelduft
 1 msk negulnaglar
 2 msk ólífuolía
 salt og pipar
Rauðkál
 1/2 rauðkálshaus
 2 dl rauðvínsedik
 2 dl rauðvín
 2 dl sykur
 2 stk. kanilstangir
 1/2 tsk. salt
 2 msk smjör
 4 mandarínur
Brúnað grasker
 1 grasker ( e. butternut squash)
 20 g smjör
 50 g sykur
 30 ml rjómi
 2 stilkar ferskt estragon
Malt sósa
 500 ml maltöl
 1L lambasoð
 1 laukur
 1 hvítlauksgeiri
 3 lárviðarlauf
 50 g smjör, kalt og skorið í teninga
 salt og pipar
 sítrónusafi

Leiðbeiningar

1

Jólailmur og lambasteik hefur aldrei passað svona vel saman. Fullkomin hátíðarmáltið.

Steiktur lambahryggur með jólakryddblöndu
2

Hitið ofninn í 180°C. Skerið tígulmynstur í fituna. Blandið öllu kryddi, nema negul saman. Nuddið kjötið með olíu, kryddblöndu og salti & pipar. Stingið negulnöglum í skurðina á fitunni og setjið í ofn í u.þ.b. 40 mínútur, eða þar til kjarnhitinn nær 60°C. Hvílið í minnst 15 mín.

Rauðkál
3

Skerið kálið í þunna strimla, setjið í pott ásamt öllu nema mandarínum, sjóðið rólega í 1 klst. smakkið til með salti. Pillið mandarínurnar og berið 2-3 báta á mann fram með kálinu.

Brúnað grasker
4

Fjarlægið hýðið og hreinsið graskerið, sneiðið í grófa teninga og sjóðið í létt söltuðu vatni þar til er eldað í gegn og sigtið vatnið frá. Pillið estragon lauf af stilkunum og saxið. Bræðið sykur á meðalhita á pönnu, bætið smjöri og rjóma við þegar sykurinn er farinn að brúnast og hrærið vel. Veltið graskerinu í karamellunni í 1-2 mín, takið af hita og stráið estragon yfir.

Malt sósa
5

Hellið maltöli í pott og bætið hvítlauk og lárviðarlaufi við, sjóðið niður um helming. Bætið soðinu við og sjóðið aftur niður um helming. Sigtið sósuna og pískið smjöri saman við og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.

Deila uppskrift