Hægeldaður lambabógur

grilluðum maís og soðsósu

Hráefni

Jólakryddaður lambabógur
 1 stk lambabógur
 2 msk matarolía
 salt og pipar
 1 kanilstöng
 4 negulnaglar
 1 msk reykt paprikuduft
 2 kvistar ferskt timían
 1,5 l vatn
 1 l lambaseyði frá Bone & Marrow
 1 stk hvítlauksgeiri
 1 msk púðursykur
 1 stk laukur
 5 stk sveppir
Ristaður maís
 4 stk foreldaðir maísstönglar
 100 gr smjör
 50 ml olía
 íslenskt sjávarsalt
Sósa
 steikingarsafi
 50 gr kalt smjör
Ofnbakað smælki með sýrðum rjóma
 300 gr kartöflusmælki
 2 hvítlauksgeirar
 50 gr ólífuolía
 íslenskt sjávarsalt
 100 ml sýrður rjómi
 10 ml sítrónusafi
 1 tsk hunang

Leiðbeiningar

Hægeldaður lambabógur
1

Stillið ofninn á 90°C. Nuddið bóginn með salti og brúnið á vel heitri pönnu með olíunni á háum hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið.

2

Setjið bóginn í djúpa ofnskúffu og með restinni af því sem fram kemur í uppskriftinni, breiðið yfir með álpappír og eldið í 5 klst.

Ristaður maís
3

Penslið maís stöngla með olíunni og stráið salti yfir. Grillið eða steikið á pönnu vel á öllum hliðum áður en þeir er smurðir með smjörinu.

Sósa
4

Sigtið safann úr ofnskúffunni í pott þegar lambakjötið hefur verið eldað, haldið kjötinu heitu.

5

Fleytið megnið af fitunni af og látið látið vökvann sjóða niður um helming. Takið pottinn af eldavélinni og pískið smjör saman við í litlum bitum og bragbætið með salti og pipar eftir smekk.

Ofnbakað smælki með sýrðum rjóma
6

Hitið ofn í 190°C. Sjóðið kartöflur þar til eru mjúkar, sigtið vatnið frá og setjið í ofnskúffu.
Bætið við olíu, hvítlauk og salti eftir smekk. Bakið í 25 mínútur.

7

Blandið sýrða rjómanum, sítrónusafanum og hunanginu saman í skál og bragbætið með salti eftir smekk. Veltið kartöflunum uppúr blöndunni og berið fram.

Deila uppskrift