Hægeldaður lambabógur
- 5 1/2 klst.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Stillið ofninn á 90°C. Nuddið bóginn með salti og brúnið á vel heitri pönnu með olíunni á háum hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið.
Setjið bóginn í djúpa ofnskúffu og með restinni af því sem fram kemur í uppskriftinni, breiðið yfir með álpappír og eldið í 5 klst.
Penslið maís stöngla með olíunni og stráið salti yfir. Grillið eða steikið á pönnu vel á öllum hliðum áður en þeir er smurðir með smjörinu.
Sigtið safann úr ofnskúffunni í pott þegar lambakjötið hefur verið eldað, haldið kjötinu heitu.
Fleytið megnið af fitunni af og látið látið vökvann sjóða niður um helming. Takið pottinn af eldavélinni og pískið smjör saman við í litlum bitum og bragbætið með salti og pipar eftir smekk.
Hitið ofn í 190°C. Sjóðið kartöflur þar til eru mjúkar, sigtið vatnið frá og setjið í ofnskúffu.
Bætið við olíu, hvítlauk og salti eftir smekk. Bakið í 25 mínútur.
Blandið sýrða rjómanum, sítrónusafanum og hunanginu saman í skál og bragbætið með salti eftir smekk. Veltið kartöflunum uppúr blöndunni og berið fram.