Gljáður lambaskanki
- 3 1/2 klst.
- 2
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið allt hráefnið í eldfastan pott með loki og eldið ofni á 130°C í 3 klst.
Takið úr ofni, fjarlægið skankana og haldið heitum. Það sem eftir er í pottinum er soðið niður um helming.
Sigtið sósuna í pott og smakkið til, rífið kjötið í stórum bitum af beinunum, bætið í pottinn, hitið að suðu og berið fram.
Grillið paprikur í ofni eða á pönnu á háum hita þar til hýðið er orðið svart, leyfið að kólna, takið hýðið af og hreinsið innan úr þeim.
Sjóðið eggin í 4 mínútur og kælið. Fjarlægið eggjaskurnina, setjið í matvinnsluvél og maukið, ásamt papriku, fínt rifnum osti og hunangi.
Bætið ólífuolíu rólega við blönduna og bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa.
Sjóðið bygg í létt söltuðu vatni í 30 mínútur eða þar til það er fulleldað, sigtið og kælið. Ath. að perlubygg passar líka vel en þarf mun styttri suðu.
Blandið öllu kryddi saman og bætið út í ásamt hvítlauk. Kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir salatið og smakkið til með salti.