Lambatartar, forréttur á veisluborðið

með estragon-majonesi og kartöfluflögum
lambtartar_SJ_2

Hráefni

Tartar
 400 gr lamba eða kinda hryggvöðvi
 3 msk pikklaður rauðlaukur
 2 msk saxaður graslaukur
 Börkur af tveimur sítrónum
 Salt
Estragon majones
 200 gr japanskt majones
 50 gr ferskt estragon
 sítrónusafi
 salt
Heimagerðar kartöfluflögur
 100 gr kartöflusmælki
 500 gr steikingarolía
 salt

Leiðbeiningar

1

Einfaldur og bragðgóður lúxusforréttur, best er að setja hann á diska og bera fram fallega skreyttan.

Tartar
2

Snyrtið alla fitu burt og skerið vöðvann í mjög litla bita. Skerið pikklaða rauðlaukinn smátt, saxið graslaukinn smátt og blandið öllu saman og smakkið til með salti.

Estragon majones
3

Pillið estragonlaufin af stilkunum og maukið með majonesinu eldsnöggt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél og smakkið til með salti og sítrónusafa.

Heimagerðar kartöfluflögur
4

Skerið smælkið örþunnt með mandólíni ofan í saltvatn.

5

Hitið olíuna í potti upp í 160°C, þerrið kartöflusneiðarnar vel og djúpsteikið síðan í u.þ.b. tvær mínútur.

6

Setjið á bakka með pappír og saltið um leið og koma úr pottinu. Eða styttið ykkur leið og notið tilbúnar kartöfluflögur af vandaðri gerð.

Sett á diska
7

Byrjið á að setja 1 msk estragon-majones á miðja diska, setjið 2 msk. af lambatartar ofan á, rífið Feykisost yfir með rifjárni og raðið kartöfluflögum ofan á. Tilvalið að skreyta í lokin með fallegum jurtum,

Deila uppskrift