Lambatartar, forréttur á veisluborðið
- 20 mín.
- 6
Hráefni
Leiðbeiningar
Einfaldur og bragðgóður lúxusforréttur, best er að setja hann á diska og bera fram fallega skreyttan.
Snyrtið alla fitu burt og skerið vöðvann í mjög litla bita. Skerið pikklaða rauðlaukinn smátt, saxið graslaukinn smátt og blandið öllu saman og smakkið til með salti.
Pillið estragonlaufin af stilkunum og maukið með majonesinu eldsnöggt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél og smakkið til með salti og sítrónusafa.
Skerið smælkið örþunnt með mandólíni ofan í saltvatn.
Hitið olíuna í potti upp í 160°C, þerrið kartöflusneiðarnar vel og djúpsteikið síðan í u.þ.b. tvær mínútur.
Setjið á bakka með pappír og saltið um leið og koma úr pottinu. Eða styttið ykkur leið og notið tilbúnar kartöfluflögur af vandaðri gerð.
Byrjið á að setja 1 msk estragon-majones á miðja diska, setjið 2 msk. af lambatartar ofan á, rífið Feykisost yfir með rifjárni og raðið kartöfluflögum ofan á. Tilvalið að skreyta í lokin með fallegum jurtum,