Íslenskt hummus

Baunamaukið hummus er yfirleitt gert úr kjúklingabaunum - en hver segir að það megi ekki nota eitthvað annað? Til dæmis leifarnar frá Sprengidegi?

Pottur og diskur

Hráefni

 250 ml þykk, köld baunasúpa
 100 ml skyr
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 2 tsk sítrónusafi, eða eftir smekk
 chilipipar eða cayennepipar á hnífsoddi (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt ef þarf

Leiðbeiningar

1

Allt sett í matvinnsluvél og hún látin ganga þar til komið er fínt og alveg slétt mauk. Smakkað til með sítrónusafa, chilipipar, pipar og salti eftir smekk. Þessi ídýfa er mjög góð með t.d. hráu grænmeti (gulrótum o.fl:) eða brauði, t.d. pítubrauði.

Deila uppskrift