Sviðasulta
Líklega kaupa flestir sviðasultu tilbúna nú orðið en það er þó mjög auðvelt að gera hana heima - það þarf í rauninni aðeins að sjóða sviðin og fjarlæga svo beinin þegar þau eru orðin vel meyr.
- 4
Hráefni
3 sviðahausar (6 kjammar), hreinsaðir
1 lárviðarlauf
vatn
salt
Leiðbeiningar
1
Hausarnir settir í pott ásamt salti og lárviðarlaufi og vatni hellt yfir. Heppilegt er að nota sem minnst vatn og er því best að raða hausunum þétt. Vatnið þarf heldur ekki að fljóta alveg yfir. Hitað að suðu, froða fleytt ofan af, lok sett á pottinn og látið malla við hægan hita í um 1½ klst, eða þar til kjötið losnar auðveldlega af beinum. Þá eru sviðin tekin upp úr og beinin fjarlægð en kjöt og annað skorið í bita, sett í mót, e.t.v. ásamt svolitlu soði, farg sett á (ekki of þungt) og kælt yfir nóttþar til sultan er hlaupin.