Apríkósugljáðar lambalærissneiðar
Girnilegar grillaðar lambalærissneiðar með mildri barbecue-sósu með ávaxtakeim. Þennan apríkósukryddlög má líka nota á t.d. framhryggjarsneiðar og jafnvel kótelettur en þeim er þó mun hættara við að brenna. Sósuna má líka nota með grilluðu lambakjöti sem kryddað er á annan hátt og jafnvel með forkrydduðu grillkjöti.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Snyrtið lærissneiðarnar ögn ef þær eru með þykkri fiturönd. Blandið saman apríkósusultu, barbecue-sósu, olíu, karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar. Látið standa á meðan grillið er hitað. Grillið lærissneiðarnar við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Fylgist vel með þeim, gljáinn getur verið fljótur að brenna. Berið þær fram t.d. með grilluðu eggaldini og kúrbít, grilluðum kartöflum og góðu salati.
Sósa sem fer vel með: Apríkósu-barbecue-sósa