Grilluð lambaspjót með kóríander og tómatsalati

Grilluð lambaspjót
Lambaspjót með kóriander, tómatsalati og naan brauði

Hráefni

Tómatsalat
 1 lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 ½ tsk. sumac
 1 msk. sítrónusafi, nýkreistur
 450 gr. kokteiltómatar
 u.þ.b. 1/8 tsk. svartur pipar, nýmalaður
 u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
 1-2 msk. basilíkulauf, skorin
Grilluð lambaspjót með kóríander
 1 kg lambainnanlæri, skorið í miðlungsstóra bita
 2 rauðlaukar, skornir í báta
 60 ml sítrónusafi
 45 g púðursykur
 4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 2 tsk. kóríander, malaður
 1 tsk. kummin
 1 tsk. sinnepsduft
 2 msk. ólífuolía, auka til að bera fram með
 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 naan-brauð
 240 g grísk jógúrt
 1 msk. sriracha-sósa
 2-3 msk. kóríander, skorinn smátt

Leiðbeiningar

Tómatsalat
1

Setjið rauðlauk, sumac og sítrónusafa í skál og látið standa í 5-10 mín. Skerið tómata til helminga og blandið saman við laukinn ásamt restinni af hráefninu. Bragðbætið með salti og pipar og setjið til hliðar þar til fyrir notkun.

Grilluð lambaspjót með kóríander
2

Þræðið lamb og rauðlauk upp á 8 grillspjót og leggið í fat. Setjið sítrónusafa, púðursykur, kóríander, kummin, sinnepsduft, olíu, salt og pipar í skál og hrærið saman.

3

Hellið blöndunni yfir lambið og látið standa á borði í 30 mín. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Grillið spjótin í 2-3 mín. á hvorri hlið eða þar til kjötið er eldað eftir smekk.

4

Penslið naan-brauðin með örlítilli olíu og grillið í 1 mín. á hvorri hlið. Setjið gríska jógúrt og chili-sósu saman í litla skál og hrærið saman. Setjið lambaspjótin á fat og sáldrið yfir ferskum kóríander og berið fram með naan-brauði, grískri jógúrt og tómatsalati.

Deila uppskrift