Rauðvínssoðnir lambaleggir
Lambaleggir henta einkar vel í rétti sem látnir eru malla lengi með kryddjurtum, tómötum og víni. Kjötið verður bragðmikið og sérlega meyrt og sósan kröftug og góð. Með þessu er gott að hafa kartöflustöppu en einnig er sósan mjög góð sem pastasósa og því er tilvalið að hafa t.d. tagliatelle með.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Veltið lambaleggjunum upp úr hveiti, blönduðu pipar og salti. Hitið olíuna í þykkbotna potti og brúnið leggina vel á öllum hliðum við háan hita. Lækkið hitann, bætið lauknum í pottinn og látið hann krauma í 3-4 mínútur án þess að brenna. Bætið þá hvítlauknum út í og síðan rauðvíni, tómötum og rósmaríni. Hitið að suðu, leggið lok yfir og látið malla við hægan hita í 1 1/2-2 klst. Snúið leggjunum nokkrum sinnum og bætið svolitlu rauðvíni eða vatni í pottinn ef uppgufun er mikil. Smakkið sósuna og bragðbætið hana með pipar og salti eftir þörfum. Gott er að láta réttinn bíða í pottinum í a.m.k. hálftíma áður en hann er borinn fram.