Hummus bi tahini

Hummus er fræg ídýfa frá Miðausturlöndum, gerð úr kjúklingabaunum og tahini (sesamfræjamauki). Til eru ýmsar útgáfur en yfirleitt eru þær einföldustu bestar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 dós kjúklingabaunir
 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
 150 g tahini
 safi úr 1 sítrónu, eða eftir smekk
 nýmalaður pipar
 salt
 smáklípa af chilipipar

Leiðbeiningar

1

Baunirnar settar í matvinnsluvél eða blandara ásamt hluta af leginum úr dósinni (afgangurinn af leginum geymdur). Hvítlaukur og tahini sett út í (ef tahinimaukið hefur skilið sig er best að nota dálítið af olíunni af því líka) og vélin látin ganga þar tilkomið er alveg slétt mauk. Þynnt með meira baunasoði eftir þörfum; maukið á ekki að vera stíft en heldur ekki of þunnt. Smakkað til með sítrónusafa, pipar, salti og svolitlum chilipipar. Borið fram t.d. með pítubrauði fylltu með steiktu eða grilluðu lambakjöti.

Deila uppskrift