Teriyaki-kryddlögur
Grillkryddlögur með japönsku yfirbragði, hentar vel t.d. fyrir lærissneiðar og innralærvöðva sem á að grilla eða steikja á grillpönnu.
- 4
Hráefni
1 dl sojasósa
0.5 dl sérrí
2 msk púðursykur
2 msk vínedik
4 msk olía
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk rifinn engifer
Leiðbeiningar
1
Allt sett í pott, hitað upp undir suðu og síðan látið kólna áður en kjötið er lagt í löginn. Marinerað í hálftíma eða lengur, jafnvel yfir nótt.