Mintukryddlögur I
Mörgum þykir minta, bæði fersk og þurrkuð, eiga sérlega vel við með lambakjöti og Grikkir krydda lambagrillsteik til dæmis mjög gjarna með mintu.
- 4
Hráefni
4 msk ólífuolía
1 msk vínedik
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
4 msk fersk mintulauf, söxuð
nýmalaður pipar
Leiðbeiningar
1
Olía og edik þeytt saman og síðan er hvítlauk, mintu og pipar hrært saman við. Kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. 3 klst og gjarna yfir nótt.