Karabískur kryddlögur

Góður grillkryddlögur sem hentar vel fyrir kótelettur og lærissneiðar sem á að grilla og bera síðan fram að karabískum hætti, t.d. með grilluðum sætum kartöflum, ananas og fleiru.

Pottur og diskur

Hráefni

 0.5 dl appelsínusafi, nýkreistur
 0.5 dl límónu- eða sítrónusafi, nýkreistur
 0.5 dl olía
 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1-2 msk chilisósa, mild eða sterk eftir smekk
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Allt hrært vel saman. Kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. 1 klst.

Deila uppskrift