Hvítlaukskryddlögur II

Einfaldur hvítlauks- og kryddjurtalögur sem hægt er að nota til að marinera lambakjöt fyrir grill- eða ofnsteikingu en mætti einnig nota sem sósu með grilluðu kjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 6 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 dl steinselja, söxuð
 1 msk pestósósa
 6 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Allt þeytt vel saman, gjarna í matvinnsluvél eða blandara. Kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. hálftíma.

Deila uppskrift