Balsam-kryddlögur

Þessi kryddlögur ætti að henta vel á flestar tegundir af lambakjöti sem á að grilla eða steikja en þó ekki síst á t.d. lambahryggvöðva, innralæri og þess háttar.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 msk balsamedik
 3 msk ólífuolía
 2 msk vatn
 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 msk ferskt rósmarín eða 1 tsk þurrkað
 1 tsk kummin
 0.5 tsk kóríanderfræ, möluð (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Allt hrært saman í skál.

Deila uppskrift