Tex-Mex-lambakótelettur

Sterkar og brakandi heitar lambakótelettur, kryddaðar með mexíkósku kryddi og síðan grillaðar, verða örugglega mjög vinsælar í grillveislunni, ekki síst hjá unga fólkinu.

Pottur og diskur

Hráefni

 8-12 lambakótilettur, helst þykkt skornar
 1.5 msk chilikryddblanda (ekki chilipipar)
 1 tsk kummin (cumin), steytt
 1 tsk timjan, þurrkað
 1 tsk nýmalaður pipar
 1 tsk salt
 1 tsk sykur
 0.5 tsk allrahanda

Leiðbeiningar

1

Kóteletturnar e.t.v. fitusnyrtar. Öllu kryddinu blandað saman og núið vel inn í kóteletturnar. Látnar standa í kæli í a.m.k. 4 klst og gjarna lengur. Grillið hitað og kóteletturnar grillaðar við meðalhita í um 5 mínútur á hvorri hlið.

Deila uppskrift