Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu
með beikoni og sveppum
- 4 klst
- 4
Hráefni
8 lambaskankar
2 msk. olía
salt
nýmalaður pipar
4 beikonsneiðar, skornar í 3 cm bita
6-8 skalotlaukar, skrældir
15 sveppir
1 msk. tómatþykkni
3 lárviðarlauf
3 stórar tímíangreinar
1 rauðvínsflaska
2-4 dl vatn
sósujafnari
50 g smjör
2 msk. steinselja, smátt söxuð
Leiðbeiningar
1
Penslið lambaskanka með olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið kjötið í eldfast mót og bakið í 190°C heitum ofni í 10-15 mín.
2
Hitið olíu á pönnu og látið beikon, lauk og sveppi krauma í 2 mín.
3
Hellið síðan blöndunni yfir skankana ásamt tómatþykkni, lárviðarlaufum, tímíani og rauðvíni.
4
Lækkið hitann í 120°C og bakið í 3 1/2-4 klst.
5
Hellið þá vökvanum úr ofnskúffuni í pott ásamt vatni og þykkið með sósujafnara.
6
Bætið smjöri í sósuna og hrærið í með písk þar til smjörið hefur bráðnað.
7
Hellið þá sósunni yfir skankana og stráið steinselju yfir. Berið fram með kartöflumús.