Rauðvínslegnar lambakótelettur

Gómsætar grillaðar kótelettur, maríneraðar í rauðvíni og kryddjurtum, bera með sér ósvikinn andblæ sunnan frá Miðjarðarhafi.

Pottur og diskur

Hráefni

 8-900 g lambakótilettur, helst nokkuð þykkar
 200 ml þurrt rauðvín
 3 msk ólífuolía
 1 msk rauðvínsedik
 3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 msk oregano, þurrkað
 1 msk mintulauf, söxuð, eða 1 tsk þurrkuð
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk þunnt hunang

Leiðbeiningar

1

Kóteletturnar fituhreinsaðar að hluta og raðað í eldfast fat. Rauðvín, olía, edik, hvítlaukur, oregano, minta og pipar hrært saman og hellt yfir. Látið standa í kæli í 3-4 klst og snúið nokkrum sinnum. Grillið hitað. Kóteletturnar teknar úr leginum og salti og hunangi hrært saman við hann. Kóteletturnar grillaðar í um 10 mínútur (eða eftir þykkt). Snúið nokkrum sinnum og penslaðar oft með leginum.

Deila uppskrift