Mintukryddlegin lambagrillsteik
Sítrónur, góð ólífuolía, hvítlaukur, kryddjurtir - og svo auðvitað íslenskt lambakjöt og heitt grill. Þetta er galdurinn við að elda gómsæta grískættaða lambagrillsteik.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Lærið úrbeinað, fituhreinsað að nokkru, snyrt og skorið í 4-5 álíka stór stykki sem sett eru í stóra skál. Safinn kreistur úr sítrónunum og settur í matvinnsluvél eða blandara ásamt ólífuolíu, hvítvíni, hvítlauk og mintulaufi. Þeytt vel saman. Laukurinn hrærður saman við með sleif, kryddað með pipar og svolitlu salti, hellt yfir lambakjötið og látið liggja í 1-2 klst við stofuhita. Grillið hitað. Lambakjötið tekið úr leginum og bundið um bitana á nokkrum stöðum með seglgarni sem látið hefur verið liggja í bleyti í köldu vatni, þannig að bitarnir haldi lögun og séu sem jafnastir að þykkt. Kjötið sett á grillið og grillað við meðalhita í um hálftíma. Snúið nokkrum sinnum á meðan og penslað með kryddleginum. Kjötið tekið af grillinu og látið standa í 5-10 mínútur áður en það er skorið í þunnar sneiðar og borið fram.