Lifur með sítrónusósu

Einfaldur og mjög fljótlegur lifrarréttur. Galdurinn við flesta rétti sem búnir eru til úr lifur er að elda hana alls ekki of lengi og þess vegna er best að skera hana mjög þunnt.

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g lambalifur
 nýmalaður pipar
 salt
 3 msk hveiti
 0.5 tsk paprikuduft
 4- 5 beikonsneiðar, fremur feitar
 safi úr 1 sítrónu

Leiðbeiningar

1

Lifrin skorin í mjög þunnar sneiðar á ská og þær síðan kryddaðar með pipar og salti og dustaðar upp úr hveiti blönduðu paprikudufti. Beikonsneiðarnar steiktar á pönnu þar til þær eru stökkar. Þá eru þær teknar af pönnunni og látið renna af þeim á eldhúspappír en fitan skilin eftir. Lifrin steikt í beikonfeitinni við mikinn hita í 1 mínútu á hvorri hlið, eða eftir þykkt. Sett á heitt fat og síðan er sítrónusafanum hellt á pönnuna og hún skafin með spaða eða sleif meðan hann sýður. Hellt yfir lifrina og hún skreytt með beikonsneiðum og e.t.v. sítrónubátum og borin fram strax.

Deila uppskrift