Léttsaltað og steikt lambalæri
Lambakjötið fær alveg sérstakt bragð ef það er meðhöndlað á þennan hátt. Svona læri er tilvalið á hlaðborð, t.d. jólahlaðborðið.
- 4
Leiðbeiningar
1
Mjaðmabeinið tekið úr lærinu og það fitusnyrt. Vatn, salt, sykur og saltpétur soðið saman og kælt. Þegar pækillinn er kaldur er lærið sett í hæfilega stórt ílát, pæklinum hellt yfir og látið liggja í um 3 sólarhringa á köldum stað. Snúið öðru hverju. Lærið er svo tekið úr pæklinum, skolað og þerrað vel, kryddað með timjan, rósmarín, pipar og lárviðarlaufi, vafið í álpappír og steikt í 160 gráðu heitum ofni í um 2 klst. Borið fram heitt eða kalt.