Lambaskankar með grænmeti
Sítrónukryddaðir lambaskankar, látnir malla í ofninum með grænmeti í langan tíma við hægan hita, þar til þeir eru svo meyrir að kjötið fellur af beinunum - einstaklega þægileg eldamennska.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Ofninn hitaður í 180 gráður. Lambaskankarnir snyrtir ef þarf og þerraðir vel. Börkurinn rifinn af sítrónunni og geymdur en síðan er hún skorin í tvennt og skankarnir núnir vel með helmingunum. Safinn er síðan kreistur yfir skankana og þeir kryddaðir með pipar og salti. Smjörið brætt í stórum, þykkbotna potti eða steikarfati og laukurinn og hvítlaukurinn látinn krauma í því við meðalhita í nokkrar mínútur. Sellerí og gulrætur sett út í og látið krauma í nokkrar mínútur í viðbót en síðan er grænmetið tekið upp með gataspaða og geymt. Olíu bætt í pottinn, hitinn hækkaður og skankarnir brúnaðir vel á öllum hliðum. Grænmetið sett aftur í pottinn ásamt lárviðarlaufinu. Soði og víni hellt yfir, hitað að suðu, lok sett á pottinn og hann settur í ofninn í 2½-3 klst. Þá er fita fleytt ofan af soðinu, steinselju og rifna sítrónuberkinum hrært saman við og borið fram.