Rifin lambakjöts samloka

með hrásalati, jalapeno og stökkum kartöflum
rifin lambakjöts samloka

Hráefni

Hægeldaður og rifinn lambabógur með BBQ sósu
 2.5 kg lambabógur
  3 laukar, skornir í þykkar sneiðar
  1 hvítlauksgeirar, afhýddir
  1 msk. broddkúmen (e. cummin)
 1-2 tsk. sjávarsalt
  600-700 ml BBQ sósa
Hrásalat með jalapeno-pipar
 150 g majónes
 50 g jógúrt
 2 tsk. sítrónusafi
 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 200 g rauðkál, kjarnhreinsað og skorið mjög þunnt
 1 msk. steinselja
 3-4 msk. jalapeno, skorið gróflega
Rifin lambakjötssamloka
 350-400 g litlar kartöflur
 olía, til steikingar
 u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ¼ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 1 grunnuppskrift hægeldaður og rifinn lambabógur með BBQ sósu
 u.þ.b. 4 msk. BBQ sósa
 4 hamborgarabrauð, hituð
 1 uppskrift hrásalat með jalapeno

Leiðbeiningar

Hægeldaður og rifinn lambabógur með BBQ sósu
1

Hitið ofn í 160°C. Setjið lauk og hvítlauk í stórt og djúpt eldfast mót. Kryddið kjötið með broddkúmeni og salti og leggið ofan á laukinn. Hellið vatni í mótið þannig að það nái upp 4 cm meðfram hliðunum. Leggið álpappír yfir mótið og lokið honum vel meðfram öllum hliðum.

2

Eldið í 4-5 klst. eða þar til kjötið er mjúkt og rennur auðveldlega af beininu. Fjarlægið álpappírinn þegar u.þ.b. 1 klst. er eftir af eldunartímanum þannig að kjötið nái að fá stökka skorpu. Takið úr ofninum og látið standa í a.m.k. 20 mín. áður er kjötið er rifið niður.

3

Fjarlægið álpappírinn þegar u.þ.b. 1 klst. er eftir af eldunartímanum þannig að kjötið nái að fá stökka skorpu. Takið úr ofninum og látið standa í a.m.k. 20 mín. áður er kjötið er rifið niður. Rífið kjötið frá beininu með gaffli eða höndunum og setjið í stóra skál. Blandið BBQ sósu vel saman við þannig að það þeki allt kjötið.

Hrásalat með jalapeno-pipar
4

Setjið majónes, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauk saman í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel.

5

Setjið rauðkál, steinselju og jalapeno í skál og blandið saman. Hrærið sósunni saman við og kælið þar til fyrir notkun.

Rifin lambakjötssamloka
6

Komið vatni upp að suðu fyrir kartöflurnar og sjóðið í 12-14 mín. eða þar til mjúkar í gegn, sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar til hliðar. Látið kólna örlítið og skerið kartöflurnar í tvennt.

7

Hitið pönnu og hafið á háum hita. Steikið kartöflurnar í 4-5 mín. eða þar til þær eru stökkar, sáldrið yfir salti og pipar.

8

Smyrjið brauðin með BBQ-sósu, og fyllið með rifnu lambakjöti og hrásalati. Berið fram með stökkum kartöflum.

Deila uppskrift