Lambalundir með kumquat

Grillaðar lambalundir geta verið mjög góður forréttur í grillveislunni og svo má hafa þær á smáréttahlaðborði. Í þessari nýsjálensku uppskrift eru þær þræddar upp á tein ásamt kumquat-ávöxtum en það má líka nota aðra ávexti.

Pottur og diskur

Hráefni

 350 g lambalundir
 12 kumquat-aldin
 2 msk appelsínumarmelaði
 2 msk sojasósa
 1 tsk rifinn engifer
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Lambalundirnar skornar í mjóar ræmur eftir endilöngu. Marmelaði, sojasósa, engifer og pipar hrært saman í skál, kjötið sett út í og blandað vel. Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir. Þá er grillið hitað. Lundirnar þræddar upp á teina (annaðhvort látnar hlykkjast eins og S eða rúllað lauslega upp og teininum stungið þvert í gegnum rúlluna) og kumquat-aldin þrædd á milli þeirra. Grillað við háan hita í 4-5 mínútur. Borið fram sem forréttur, e.t.v. ásamt grænu salati.
Í staðinn fyrir kumquat má nota t.d. bita af mangó eða jafnvel ananas.

Deila uppskrift