Lambagrillsteik

með grilluðu grænkáli, chimmichurri og aspas
Grillaður klumpur (sneiðar) með chimmichurri

Hráefni

Grilluð lambasteik
 400 gr beinlausar steikur ýmsir bitar koma til greina
 2 msk Chimmichurri olía
Chilli chimmichurri olía
 100ml rauðvínsedik
 200 ml ólífu olía
 1 msk sjávarsalt
 4 hvítlauksrif
 2 shallott laukar
 1 rauður chilli
 1 græn paprika
 1 rauð paprika
Grillað grænkál og aspas
 100 gr grænkál
 3 aspas stilkar
 3 msk ólívu olía
 1 sítróna, börkur og safi

Leiðbeiningar

Grillaðar lambasneiðar
1

Ýmsar beinlausar steikur henta vel hér, aðalatriðið er að þær séu þunnar og fljóteldaðar. Penslið steikurnar með olíu af chimmichurri blöndunni. Kryddið með salti og pipar og grillið á miðlungshita í rúmlega 2 mínútur á báðum hliðum.

2

Setjið á disk og látið hvíla í 5 mínútur áður en kjötið er borið fram.

Chilli chimmichurri olía
3

Skerið öll hráefnin smátt og blandið saman. Einnig hægt að blanda saman í matvinnsluvél. Geymið í ísskáp þar til borið fram.

Grillað grænkál og aspas
4

Marinerið grænkálið í sítrónusafa, berki og helming olíunnar.

5

Penslið aspasinn með hinum helming olíunnar og grillið í 1 mínútu á hvorri hlið, grillið grænkálið í hálfa mínútu á hvorri hlið.

Deila uppskrift